Rannsakar kynningu á GIR

Embætti skattrannsóknarstjóra hefur ákveðið að rannsaka kynningu sem fulltrúar Kaupþings héldu á svonefndum GIR Capital Investment-sjóði á Hótel Holti fyrir tæpum áratug. Tilefnið er frásögn Ara Matthíassonar leikara í þættinum Silfri Egils sl. sunnudag af kynningarfundinum.

Bryndís Kristjánsdóttir skattrannsóknarstjóri staðfesti í gær að embættið hefði ákveðið að bregðast við frásögn Ara af fundinum þar sem málið virtist vera svo alvarlegt að það kallaði á skoðun. „Það er alvarlegur hlutur ef verið er að markaðssetja einhverja afurð í þeim tilgangi að menn komi sér beint undan skattgreiðslum. Það verður að skoða það,“ segir Bryndís. „Við munum heyra betur í honum sjálfum og svo geri ég ráð fyrir að við tökum skýrslur af einhverjum fleiri,“ segir hún.

Skv. frásögn Ara kynntu sjóðstjórar Kaupþings fjárfestum GIR sjóðinn, sem skila átti 40-50% arði árlega og arðurinn yrði greiddur út á reikninga hvar sem mönnum þóknaðist í heiminum. Sjóðurinn er skráður á Cayman-eyjum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert