Rauði krossinn tengdist huldufélagi í Panama

Sjálfseignarsjóður í eigu Rauða krossins (beneficial owner) var skráður eigandi félagsins Zimham Corp. í Panama, sem geymdi kaupréttarbréf starfsmanna Landsbankans. Sjóðurinn heitir Aurora, samkvæmt heimildum Morgunblaðsins.

Zimham var eitt félag af nokkrum sem stjórnendur gamla Landsbankans notuðu til að kaupa bréf í bankanum, meðal annars á móti kaupréttarsamningum við starfsmenn.

Enginn hefur verið tilbúinn að tjá sig um tilgang þessa fyrirkomulags í kringum kaupréttarsamninga Landsbankans. Þó er fullyrt að ekkert ólöglegt hafi átt sér stað. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert