Sameining ríkisbanka verið rædd

Allt kapp er nú lagt á að koma banka­starf­semi í land­inu í viðun­andi horf svo mögu­legt sé að koma til móts við fyr­ir­tæki og heim­ili.

Rík­is­bank­arn­ir þrír, Nýi Glitn­ir, Nýi Kaupþing banki og NBI, sem urðu til í kring­um inn­lenda starf­semi gömlu bank­anna þriggja sem fóru í þrot í byrj­un októ­ber, hafa ekki getað þjón­ustað fyr­ir­tæk­in með nægi­legu afli, að mati for­svars­manna fyr­ir­tækja sem Morg­un­blaðið ræddi við. Rík áhersla er lögð á að styrkja banka­starf­sem­ina í land­inu. Þetta þarf að ger­ast hratt, sam­kvæmt heim­ild­um Morg­un­blaðsins, svo mögu­legt verði að „lina högg“ margra fyr­ir­tækja sem glíma við rekstr­ar­vanda­mál.

Fyrst og fremst þurfa mörg fyr­ir­tæki á lána­fyr­ir­greiðslu að halda. Önnur þurfa að breyta lán­um og laga þau að breytt­um veru­leika í rekstri sem banka­hrunið fram­kallaði. Mik­ill fjár­magns­kostnaður, vegna hárra vaxta og geng­is­falls krón­unn­ar, hef­ur fram­kallað bráðavanda hjá mörg­um fyr­ir­tækj­um.

 Sam­kvæmt heim­ild­um Morg­un­blaðsins hef­ur und­an­farn­ar vik­ur verið rætt um hvort sam­eina eigi tvo af rík­is­bönk­un­um. Fyrst og fremst er horft til þess að of mik­ill kostnaður sé við rekst­ur bank­anna þriggja, miðað við starf­semi þeirra, og staða rík­is­sjóðs bjóði ekki upp á mögu­leika á „neinu bruðli“ eins og einn viðmæl­enda komst að orði. Helst eru það Nýi Kaupþing banki og Nýi Glitn­ir sem þykja lík­leg­ir til þess að verða sam­einaðir. Af því verður þó ekki fyrr en eft­ir nokkra mánuði, lík­lega ekki minna en hálft ár, þar sem tryggja þarf að bank­arn­ir séu stöðugir í rekstri og með skýra efna­hags­reikn­inga áður en til sam­ein­ing­ar get­ur komið.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert