Verkáætlun verður að vera trúverðug

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Framsóknarflokksins.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Framsóknarflokksins. mbl.is/Ómar

Sig­mund­ur Davíð Gunn­laugs­son, formaður Fram­sókn­ar­flokks­ins, tel­ur all­ar for­send­ur fyr­ir því að sú stjórn­ar­mynd­un sem unnið hef­ur verið að und­an­farna daga geti gengið. Hann sagði Fram­sókn­ar­menn leggja áherslu á að leiðirn­ar séu trú­verðugar fyr­ir­fram.„Það verði ekki af þessu neitt fjár­hags­legt tjón eða fjár­hags­leg áhætta sem muni þá lenda á næstu rík­is­stjórn.“

Sig­mund­ur Davíð tel­ur raun­hæf­ast að stefna að því að kynna nýja rík­is­stjórn á mánu­dag­inn kem­ur. Hann seg­ir að vænt­an­leg­ir stjórn­ar­flokk­ar, Vinstri græn­ir og Sam­fylk­ing­in, séu aft­ur á móti mjög áfram um að það verði gert strax á morg­un. „Við mun­um reyna að klára þetta fyr­ir þann tíma,“ sagði Sig­mund­ur Davíð.

Ver­káætl­un nýrr­ar rík­is­stjórn­ar var kynnt þing­flokki Fram­sókn­ar­flokks­ins á fundi kl. 13.30 í dag. Sig­mund­ur Davíð Gunn­laugs­son, formaður Fram­sókn­ar­flokks­ins, sagði í sam­tali við mbl.is að þing­flokk­ur­inn hafi farið yfir ver­káætl­un­ina með hópi hag­fræðinga. Þeir höfðu átt aðkomu að starfs­hóp­um sem und­ir­bjuggu áætl­un­ina að ein­hverju leyti og þekktu því málið. Í hópi hag­fræðing­anna munu m.a. vera þeir Jón Daní­els­son og Ragn­ar Árna­son ásamt fleir­um sem bætt­ust í hóp­inn í dag. 

„Það var niðurstaða þeirra og síðan þing­flokks­ins líka að það vantaði ým­is­legt upp á út­færsl­una á því hvernig menn ætluðu að fram­kvæma þessa hluti sem til stend­ur að ná,“ sagði Sig­mund­ur Davíð. Hann sagði um að ræða þau mark­mið sem Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn taldi að þessi rík­is­stjórn þyrfti að ná ef veita ætti henni hlut­leysi. Mark­miðin sneru m.a. að því að tryggja hag fjöl­skyldna og fyr­ir­tækja í land­inu.

„Við vild­um að sjálf­sögðu sjá að menn hefðu raun­hæf­ar leiðir til þess að ná þess­um mark­miðum og höf­um lagt á það mikla áherslu síðustu daga. Ég hef varla farið í viðtal án þess að nefna að þetta sner­ist um leiðirn­ar,“ sagði Sig­mund­ur. Hann sagði að þeim hafi þótt vanta upp á nán­ari út­færsl­ur á því hvernig ná ætti þess­um ár­angri. Vænt­an­lega hafi sitj­andi rík­is­stjórn einnig viljað laga þessa hluti en bent hafi verið á að hún hafi ekki verið til­bú­in að gera það sem þyrfti til þess. Þar af leiðandi vildu Fram­sókn­ar­menn styðja rík­is­stjórn sem væri til­bú­in að gera það. 

„Það varð út að við þáðum boð þeirra, Vinstri grænna og Sam­fylk­ing­ar, um að okk­ar hóp­ur mótaði til­lög­ur í þessu efni og kæmi þeim á fram­færi við þau,“ sagði Sig­mund­ur Davíð. Hann reiknaði með að til­lög­urn­ar yrðu til­bún­ar á morg­un. Spurður hvenær á morg­un það yrði sagði Sig­mund­ur Davíð:

„Stein­grím­ur [J. Sig­fús­son] og Jó­hanna [Sig­urðardótt­ir] von­ast til að þetta klárist sem allra fyrst. Ég sagði þeim að við mynd­um reyna að drífa þetta af. En það er ákaf­lega stutt­ur tími sem þing­flokk­ur­inn hef­ur haft til að meta þetta. Þau voru ekki kom­in í málið fyrr en klukk­an hálf tvö í dag. Ég geri ráð fyr­ir að þegar til­lög­ur hag­fræðing­anna liggja fyr­ir þá muni þing­flokk­ur­inn leggja bless­un sína yfir þær. Síðan verði þær kynnt­ar Jó­hönnu og Stein­grími.“

Ekki hef­ur verið ákveðið hvenær þing­flokk­ur Fram­sókn­ar­manna hitt­ist á morg­un. Það mun ráðast af því hvenær drög hag­fræðing­anna að aðgerðum verða til­bú­in. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert