Þjóðkórinn mun hefja upp raust sína á Austurvelli á morgun og syngjakl. 14:45 og aftur kl. 15:30. Einnig munu kórfélagar úr Lögreglukórnum taka lagið.
Í skeyti frá kórfélaga segir að Þjóðkórinn sé „sameiningartákn okkar landsmanna.
Þjóðkórinn er hópur Íslendinga sem vilja syngja fyrir landa vora nokkur valin ættjarðarlög til að vekja í þeim von og styrk um betri tíma! Við syngjum þar til hér ríkir raunverulegt lýðræði. Söngbyltingin er hafin. Mætum, syngjum og verum sameinuð.“