Viðskiptaráð: Telja að bankaþjónusta hafi versnað

Ásdís Ásgeirsdóttir

Tæpur þriðjungur aðildarfélaga Viðskiptaráðs Íslands telja bankaþjónustu gagnvart sér hafa versnað frá því að bankarnir voru ríkisvæddir. Þetta er ein af niðurstöðum viðhorfskönnunar sem Viðskiptaráð hefur nýlokið framkvæmd við, þar sem m.a. var kannað viðhorf fyrirtækja til afleiðinga bankahrunsins, rekstrarstöðu fyrirtækja og nauðsynlegra aðgerða til endurreisnar hagkerfisins.

Heildarniðurstöður könnunarinnar verða kynntar ítarlega á næstu dögum og vikum.

„Að svo stórt hlutfall fyrirtækja skuli telja bankaþjónustu gagnvart sér hafa versnað með ríkisvæðingu bankakerfisins er áhyggjuefni, enda er vel starfhæft innlent bankakerfi ein af forsendum þess að öflugt atvinnulíf geti þrifist.

Þess vegna er brýnt að tafarlaust verði gripið til aðgerða til að styrkja nýja bankakerfið. Í þeim efnum skipta þrjár aðgerðir mestu. Í fyrsta lagi þarf að ljúka samningum vegna erlendra innstæðutrygginga. Í öðru lagi liggur á að ljúka samningum við kröfuhafa gömlu bankanna um uppgjör á þrotabúum þeirra. Í þriðja lagi! þarf að hraða endurmati á þeim eignum sem færast frá gömlu bönkunum t il þeirra nýju og eiginfjárframlagi ríkissjóðs til nýju bankanna," að því er segir í fréttabréfi VÍ.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert