Vilhjálmur leiðir endurreisnarnefnd

VIlhjálmur Egilsson
VIlhjálmur Egilsson

Ákveðið hef­ur verið að Vil­hjálm­ur Eg­ils­son, fram­kvæmda­stjóri Sam­taka at­vinnu­lífs­ins leiði starfs­hóp inn­an Sjálf­stæðis­flokks­ins sem móti til­lög­ur um end­ur­reisn ís­lensks at­vinnu­lífs. Til­lög­urn­ar verða lagðar fyr­ir næsta lands­fund flokks­ins.

Þetta kom fram á fundi sjálf­stæðismanna á Grand hót­el. Geir H. Haar­de, formaður Sjálf­stæðis­flokks­ins, ræddi á fund­in­um um flokks­starfið framund­an. Hann sagði að sjálf­stæðis­menn hefðu reiknað með að Evr­ópu­mál­in yrðu stærst mál lands­fund­ar­ins. Margt benti hins veg­ar til að það verði að nokkru leyti lagt til hliðar. Meg­in­verk­efni lands­fund­ar­ins væri að móta stefnu fyr­ir næstu kosn­ing­ar og kjósa nýja for­ystu. Flokk­ur­inn yrði eft­ir sem áður að álykta um Evr­ópu­mál­in. Hann skoraði á flokks­menn að fylkja sér að baki nýrri for­ystu. Mik­il­vægt að flokks­menn stæðu ein­huga að baki for­manni sín­um.

Geir sagði á fund­in­um að nauðsyn­legt væri að draga úr kostnaði við próf­kjör sem fram færu á veg­um flokks­ins. Helst ætti eng­inn fram­bjóðandi eyði meiru en helm­ing af þeirri upp­hæð sem nefnd er í nýj­um lög­um um fjár­mál stjórn­mála­flokk­anna.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert