Vilja skýringar á uppsögnum hjá borginni

Dagur B. Eggertsson í ræðustóli í Ráðhúsinu
Dagur B. Eggertsson í ræðustóli í Ráðhúsinu mbl.is/Kristinn

Samfylkingin hefur sent borgarstjóra og mannauðsstjóra Reykjavíkurborgar bréf og óskað skýringa á framgöngu við uppsagnir launasamninga og launalækkun sem fréttir hafa borist af í dag og gær. Engar upplýsingar hafa hins vegar verið lagðar fram í borgarráði eða aðgerðarhópi borgarráðs um þetta verklag.

Borgarstjóri gaf skýrar yfirlýsingar um náið samráð við stéttarfélög og starfsfólk við afgreiðslu fjárhagsáætlunar fyrir mánuði síðan, að því er segir í tilkynningu frá Degi B. Eggertssyni, oddvita Samfylkingarinnar í borgarstjórn.

„Óskað er skýringa á því sem fram hefur komið í fréttum, að starfsfólk hafi fengið nær engan frest, jafnvel niður í einn dag, til að bregðast við óskum borgarstjóra um lækkun launa og/eða yfirvinnu með breyttum launasamningum.

Minnt er á að við afgreiðslu fjárhagsáætlunar voru höfð uppi stór orð um að unnið yrði í samræmi við tillögu Samfylkingarinnar og Vinstri grænna um náið samráð við starfsfólk og stéttarfélög þeirra við útfærslu á öllum næstu skrefum sem lúta að niðurskurði og starfskjörum hjá Reykjavíkurborg. Ekkert hefur verið lagt fram um ofangreint vinnulag í borgarráði eða aðgerðarhópi borgarráðs en einsog kunnugt er hefur aðgerðarhópur ekki einu sinni verið kallaður saman í þessum mánuði hvað þá að borgarráði hafi verið gerð grein fyrir málinu."

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert