Þingflokkur Framsóknarflokksins er nú að setjast að fundarborðinu í Alþingishúsinu að nýju eftir rúmlega tveggja klukkustunda hlé. Í millitíðinni gekk Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, ásamt Steingrími J. Sigfússyni á fund Jóhönnu Sigurðardóttur í Félags-og Tryggingamálaráðuneytinu.
Þar fóru þau yfir þær athugasemdir sem Framsóknarmenn settu fram á fundi til að fara yfir þær athugasemdir sem Framsókn setti fram á tillögur stjórnarflokkanna á hádegisfundi sínum í dag. Sigmundur Davíð sagði við fjölmiðla að þeim fundi loknum að fátt stæði út af borðinu og hann gerði ráð fyrir að stjórnarviðræðum gæti lokið fyrr en búist væri við, hugsanlega í kvöld.
Náist endanlegt samkomulag á þessum fundi má gera ráð fyrir að fátt sé eftir annað en að forseti veiti Jóhönnu Sigurðardóttur formlega stjórnmyndunarumboð á Bessastöðum og ríkisstjórnarskipti fari fram.