Lofum engum kraftaverkum

Ögmundur Jónasson og Steingrímur J. Sigfússon fara yfir stöðuna á …
Ögmundur Jónasson og Steingrímur J. Sigfússon fara yfir stöðuna á þingflokksfundi í morgun. Ómar Óskarsson

„Við get­um ekki lofað nein­um krafta­verk­um og snögg­um breyt­ing­um en ég get svo sann­ar­lega lofað því að við mun­um gera allt sem við get­um til að bæta and­rúms­loftið í sam­fé­lag­inu og leggja hlut­ina fyr­ir með skipu­leg­um hætti og veita upp­lýs­ing­ar,“ seg­ir Stein­grím­ur J. Sig­fús­son, formaður VG aðspurður um hvernig og hve fljótt al­menn­ing­ur muni finna áhrif aðgerða nýrr­ar rík­is­stjórn­ar í þágu heim­ila og fyr­ir­tækja.

Stein­grím­ur seg­ir að listaðar verði upp þær aðgerðir sem ráðist verður í til stuðnings heim­il­un­um, til að hjálpa fólki í gegn­um næstu mánuði.

„Von­andi létt­ir það stemn­ing­una og kveik­ir von­ir í brjóst­um manna,“ seg­ir Stein­grím­ur

Hann seg­ir ágætt að nú hafi feng­ist botn í af­stöðu Fram­sókn­ar­flokks­ins en um tíma virt­ist sem snurða væri hlaup­in á þráðinn í sam­bandi við stuðning fram­sókn­ar við rík­is­stjórn­ina. Eft­ir mik­il funda­höld fram­sókn­ar­manna í dag féllust þeir á að verja rík­is­stjórn­ina van­trausti.

„Ekki það að við höf­um verið neitt sér­stak­lega óró­leg en það er gott að þessu er lokið. Nú er framund­an að klára mynd­un rík­is­stjórn­ar­inn­ar og for­set­inn get­ur vænt­an­lega farið að taka til á Bessa­stöðum og hafa allt til reiðu. Mér finnst mjög lík­legt að ný rík­is­stjórn verði tek­in við völd­um fyr­ir kvöld­mat annað kvöld,“ seg­ir Stein­grím­ur J. Sig­fús­son.

Sam­kvæmt heim­ild­um verða ráðherr­ar nýrr­ar rík­is­stjórn­ar 10. Átta þing­menn setj­ast í ráðherra­stóla og tveir verða utan þings. Gylfi Magnús­son, dós­ent við Há­skóla Íslands hef­ur samþykkt að taka að sér embætti viðskiptaráðherra en óljóst er hvort Björg Thor­ar­en­sen, for­seti laga­deild­ar HÍ, tek­ur sæti dóms­málaráðherra. 

Vinstri­hreyf­ing­in-grænt fram­boð fær 4 ráðherra­stóla og Sam­fylk­ing­in 4.

Listi yfir ráðherra í nýrri rík­is­stjórn hef­ur ekki verið birt­ur en frá þeim verður gengið á fund­um þing­flokka í fyrra­málið.

Fyr­ir ligg­ur að Jó­hanna Sig­urðardótt­ir tek­ur við for­sæt­is­ráðuneyt­inu og að öll­um lík­ind­um fé­lags- og trygg­inga­málaráðuneyti. Þá sest Stein­grím­ur J. Sig­fús­son vænt­an­lega í fjár­málaráðuneytið.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert