Ósætti um aðgerðirnar

Ráðgjaf­ar Fram­sókn­ar­flokks­ins í efna­hags­mál­um, þar á meðal hag­fræðing­arn­ir Jón Daní­els­son og Ragn­ar Árna­son, töldu efna­hagsaðgerðir í drög­um að stjórn­arsátt­mála, sem kynnt voru þing­flokki Fram­sókn­ar­flokks­ins um hálft­vö í gær, vera óraun­hæf­ar. Þing­flokk­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins var sama sinn­is.

Fyr­ir­hugaðri kynn­ingu á nýrri rík­is­stjórn Vinstri grænna og Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, sem fara átti fram um sex­leytið í gær, var frestað. Sam­kvæmt heim­ild­um Morg­un­blaðsins beitti Sig­mund­ur Davíð Gunn­laugs­son, formaður Fram­sókn­ar­flokks­ins, sér fyr­ir því að ná­kvæm tíma­sett áætl­un yrði meg­in­efni stjórn­arsátt­mál­ans.

For­ystu­menn í Sam­fylk­ing­unni voru, sam­kvæmt heim­ild­um Morg­un­blaðsins, ekki sátt­ir við að fram­sókn­ar­menn skyldu líta á það sem sitt hlut­verk að hafa af­ger­andi áhrif á stjórn­arsátt­mála stjórn­ar­inn­ar sem þeir vildu verja falli. Það væri ekki í takt við „hug­mynd­ina um hlut­leysi“ þess flokks sem tæki það hlut­verk að sér, eins og viðmæl­andi komst að orði. Í drög­un­um að stjórn­arsátt­mál­an­um sem kynnt­ur var þing­flokki Fram­sókn­ar­flokks­ins var ekki rætt um hvenær kosn­ing­ar ættu að fara fram. Það vakti undr­un þing­manna flokks­ins, sam­kvæmt heim­ild­um Morg­un­blaðsins.

Viðræður um kjör­dag hafa staðið yfir frá því flokk­arn­ir hófu að ræða sam­an. Lík­leg­ast er nú talið að kosið verði 25. apríl.

Í hnot­skurn


Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert