Á frekar von á því að mál klárist á morgun

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins. mbl.is/Ómar

Sig­mund­ur Davíð Gunn­laugs­son, formaður Fram­sókn­ar­flokks­ins, sagði í sam­tali við blaðamanna mbl.is að hon­um fynd­ist lík­leg að mynd­un nýrr­ar rík­is­stjórn­ar Vinstri grænna og Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, var­in falli af Fram­sókn, verði mynduð í dag eða á morg­un. 

„Það er mögu­leiki á því að stjórn­in verði mynduð í dag en ég á frek­ar von á því að mál­in klárist á morg­un,“ sagði Sig­mund­ur Davíð. Hann sagði Fram­sókn­ar­flokk­inn alltaf hafa sett það sem skil­yrði fyr­ir því að flokk­ur­inn verji nýja stjórn falli að trú­verðugar leiðir væru skýr­ar um hvernig ætti að koma heim­il­um og fyr­ir­tækj­um til bjarg­ar. Stjórn­in ætti öðru frem­ur að hafa umboð til þess­ara af­mörkuðu mark­miða. Hann sagði fram­sókn­ar­menn ekki hafa verið að tefja rík­is­stjórn­ar­mynd­un­ina held­ur hefði ein­ung­is verið að ræða mál­in á þeim for­send­um sem lagt hafi verið upp með í upp­hafi. Sig­mund­ur Davíð sagði enn frem­ur að hug­mynd­ir hefðu komið fram um að Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn myndi gegna vega­meira hlut­verki en ein­ung­is að verja stjórn­ina falli. Hann myndi veita frum­vörp­um stjórn­ar­flokk­ana braut­ar­gengi og á þeim for­send­um þyrfti flokk­ur­inn því að hafa meiri aðkomu að sátt­mál­an­um sem stjórn­ar­sam­starfið byggði á.  Hann sagði þess­ar hug­mynd­ir ekki hafa komið frá Fram­sókn­ar­flokkn­um held­ur VG og Sam­fylk­ing­unni.

Þing­flokk­ar Vinstri grænna og Sam­fylk­ing­ar­inn­ar hitt­ust á fund­um klukk­an tíu og ræddu stöðuna í stjórn­ar­mynd­un­ar­viðræðum flokk­anna. Fram­sókn­ar­menn voru ekki sátt­ir við drög­in að stjórn­arsátt­mála sem þing­flokk­ur­inn fékk inn á sitt borð hálf tvö í gær, og töldu hann ekki nægi­lega skýr­an.

Eins og fram kem­ur í Morg­un­blaðinu í dag varð ósætti fram­sókn­ar­manna í gær til þess að mynd­un rík­is­stjórn­ar­inn­ar var frestað. Lík­legt er að umræður í flokk­un­um öll­um, sem eiga aðild að stjórn­ar­mynd­un­ar­viðræðum, muni fara fram í all­an dag þar sem reynt verður að ná niður­stöðu í þeim ágrein­ings­mál­um sem náðist ekki að leysa úr í gær. Krafa fram­sókn­ar­manna hef­ur verið sú að ný rík­is­stjórn muni aðeins hafa umboð til þess að ráðast í skýr­lega af­mörkuð verk, sem miða að því að koma heim­il­um og fyr­ir­tækj­um til bjarg­ar.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka