Þreifingar milli flokkanna byrjuðu fyrir löngu

mbl.is/Jón Pétur

„Það hef­ur komið á óvart hversu hægt stjórn­ar­mynd­un­ar­viðræður Sam­fylk­ing­ar og Vinstri Grænna hafa gengið. Sér­stak­lega í ljósi þess að nú er orðið ljóst að þreif­ing­ar á milli flokk­anna áttu sér stað löngu áður,“ seg­ir Ein­ar K. Guðfinns­son, frá­far­andi land­búnaðar- og sjáv­ar­út­vegs­ráðherra á vefsíðu sinni í dag.

Ein­ar seg­ir greini­legt að hlut­verk Fram­sókn­ar­flokks­ins hafi átt að vera það eitt að gefa nýrri stjórn grið í 100 daga.

„Flokk­ur­inn átti ekki að hafa neina aðkomu og samþykkja rík­is­stjórn­ar­víx­il vinstri flokk­anna meira og minna óút­fyllt­an. Það er ekki að ófyr­ir­synju að Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn uni ekki svona trakt­er­ing­um. Þessi til­skip­ana­stíll nýrr­ar rík­is­stjórn­ar boðar ekki gott  og því ekki að undra  að sá flokk­ur sem hef­ur líf stjórn­ar­inn­ar í hendi sér, láti ekki bjóða sér hvað sem er,“ seg­ir Ein­ar K. Guðfinns­son.

Vefsíða Ein­ars K. Guðfinns­son­ar

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert