Eldri kynslóðin víki til hliðar

mbl.is/Ómar

Björn Bjarnason dómsmálaráðherra sagði á fundi sjálfstæðismanna, þar sem staða flokksins var rædd í ljósi breyttrar pólitískrar stöðu, að eðlilegt væri að þeir sem eldri væru í forystu flokksins vikju til hliðar og nýir frambjóðendur tækju við. Hann sagði að flokkurinn ætti á þessum tímamótum að líta til þeirrar endurnýjunar sem varð í Sjálfstæðisflokknum árið 1991 þegar ný kynslóð þingmanna tók við flokknum. Flokkurinn þyrfti nú á samskonar endurnýjun að halda. Fundarmenn á fjölmennum fundi sjálfstæðismanna klöppuðu vel fyrir þessum orðum.

A.m.k. einn fyrirspyrjenda á fundinum sagði að flokkurinn þyrfti að sýna meiri auðmýkt í komandi kosningabaráttu. Einnig var spurt hvers vegna enginn hefði vikið til hliðar eftir hrun efnahagslífsins. Bæði Sturla Böðvarsson, forseti Alþingis, og Guðlaugur Þór Þórðarson heilbrigðisráðherra lögðu áherslu á það á fundinum að flokkurinn ætti í kosningabaráttunni að leggja áherslu á grunngildi sín um frelsi og framtak einstaklingsins.

Geir H. Haarde forsætisráðherra skoraði á þá sem ætla að gefa kost á sér í prófkjöri fyrir flokkinn að stilla kostnaði við það í hóf.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert