Rændu fatlaða konu við hraðbanka

Sjö manns vörðu nóttinni í fangageymslum lögreglu í Reykjavík
Sjö manns vörðu nóttinni í fangageymslum lögreglu í Reykjavík Brynjar Gauti

Alls gistu sjö fanga­geymsl­ur lög­regl­unn­ar á höfuðborg­ar­svæðinu eft­ir skemm­an­ir næt­ur­inn­ar. Skömmu fyr­ir miðnætti var rán framið í Hafnar­f­irði, þegar par hrinti fatlaðri konu þar sem hún reyndi að taka fé úr hraðbanka og stal af henni de­bet­korti og hljóp á brott. At­vikið náðist á eft­ir­lits­mynda­vél­ar bank­ans og um þrem­ur tím­um síðar var par hand­tekið, grunað um verknaðinn en af­skipti voru höfð að þeim þar sem þau höfðu miss stjórn á bif­reið sinni á Laug­ar­vegi og ekið utan í vegrið. Bæði voru í ann­ar­legu ástandi og gista nú fanga­geymsl­ur á meðan þau bíða yf­ir­heyrslu.

Einn gest­ur veit­inga­húss miðborg­ar­inn­ar var ósátt­ur við af­skipti dyra­varðar og réðst að hon­um. Að sögn lög­reglu þótti hon­um ekki nóg að hafa dyra­vörðinn und­ir því hann tók þá upp á því að sparka í höfuð hans þar sem hann lá í göt­unni. Aðrir dyra­verðir yf­ir­buguðu mann­inn og kölluðu til lög­reglu. Meiðsl dyra­varðar­ins voru sem bet­ur fer minni­hátt­ar.

Aðrir gest­ir fanga­geymslu fengu að gista þar vegna ölv­un­ar og óspekta.

Þá hafði lög­regla af­skipti af ein­um manni við elds­voðann sem kom upp í hús­næði Víd­eó­heima í Grafar­vogi. Tals­verður mann­fjöldi safnaðist sam­an og fylgd­ist með slökkvi­starf­inu, en einn maður tók sig til og tók að kasta af sér þvagi utan í eina slökkvi­bif­reiðina. Hann má bú­ast við sekt fyr­ir at­hæfið.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert