Ragna Árnadóttir dómsmálaráðherra

Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands og Jóhanna Sigurðardóttir verðandi forsætisráðherra.
Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands og Jóhanna Sigurðardóttir verðandi forsætisráðherra. mbl.is/Ómar

Ragna Árnadóttir, settur ráðuneytisstjóri dóms- og kirkjumálaráðuneytisins verður ráðherra málaflokksins í nýrri ríkisstjórn.

Tíu ráðherrar verða í nýrri ríkisstjórn Samfylkingar og vinstrihreyfingarinnar græns framboðs, þar af tveir utanþingsráðherrar.

Auk Rögnu sest Gylfi Magnússon, dósent við HÍ í stjórnina. Hann verður viðskiptaráðherra.

Af hálfu Samfylkingar setjast í ríkisstjórnina:

Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, Kristján L. Möller verður samgönguráðherra, Össur Skarphéðinsson verður iðnaðarráðherra og utanríkisráðherra og Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir verður félags- og tryggingamálaráðherra.

Af hálfu VG setjast í ríkisstjórnina Steingrímur J. Sigfússon, hann verður fjármála-, landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra, Katrín Jakobsdóttir verður menntamálaráðherra, Kolbrún Halldórsdóttir, umhverfisráðherra og Ögmundur Jónasson, heilbrigðisráðherra.

Steingrímur J. Sigfússon verður staðgenginn forsætisráðherra. Þá verður Kolbrún Halldórsdóttir samstarfsráðherra Norðurlandanna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert