Siv sækist eftir oddvitasætinu

Siv Friðleifsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins.
Siv Friðleifsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins. mbl.is/Ómar

Siv Friðleifsdóttir, þingflokksformaður framsóknarmanna, hefur ákveðið að gefa kost á sér til endurkjörs sem oddviti á lista Framsóknarflokksins í Suðvesturkjördæmi í komandi alþingiskosningum.

Siv segir mörg stór og vandasöm verkefni bíða þeirra stjórnmálamanna sem taka sæti á Alþingi eftir næstu alþingiskosningar. Meðal annars þurfi að taka ákvarðanir til að verja heimili og fyrirtæki með réttlæti og jafnræði að leiðarljósi.

„Einnig þarf að koma á stjórnlagaþingi til að breyta stjórnskipan landsins og ná þannig fram virku lýðræði og jafnrétti. Ég býð fram reynslu mína, þekkingu og krafta til að takast á við þau verkefni sem vinna þarf samfélaginu til heilla á næstu árum,“ segir í yfirlýsingu Sivjar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert