Merkur áfangi í jafnréttisbaráttunni

Jóhanna Sigurðardóttir og Ólafur Ragnar Grímsson að loknum fundi þeirra …
Jóhanna Sigurðardóttir og Ólafur Ragnar Grímsson að loknum fundi þeirra á Bessastöðum í dag. mbl.is/Ómar

„Þessi ákvörðun er söguleg í ljósi jafnréttisbaráttunnar í okkar landi. Þetta er í fyrsta skipti sem konu er falið að verða forsætisráðherra í íslenska lýðveldinu,“ sagði Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, að loknum fundi þeirra Jóhönnu Sigurðardóttur, verðandi forsætisráðherra, á Bessastöðum í dag.

Ólafur Ragnar sagði að þótt forsetinn tæki í sjálfu sér ekki afstöðu til einstakra flokka eða einstaklinga við slík tækifæri þá vildi hann engu að síður lýsa sérstakri ánægju sinni með það að sú ákvörðun hafi verið tekin að fela Jóhönnu Sigurðardóttur, fyrstri íslenskra kvenna, að verða forsætisráðherra íslenska lýðveldisins.

„Það er ekki aðeins merkur atburður í okkar sögu, heldur líka í sögu jafnréttisbaráttunnar á veraldarvísu,“ sagði Ólafur Ragnar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert