Undir lögaldri teknir á barnum

Lögreglan að störfum í miðborg Reykjavíkur
Lögreglan að störfum í miðborg Reykjavíkur mbl.is/Július

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði sérstakt eftirlit með skemmtistöðum miðborgarinnar í nótt. Lögreglumenn fóru á milli staða og könnuðu starfsleyfi dyravarða og dvöl ungmenna undir 18 ára aldri inni á stöðunum. Á einum stað voru höfð afskipti af þremur 17 ára piltum og hafði einum tekist að kaupa sér bjór á barnum þrátt fyrir ungan aldur.

Drengjunum var vísað út af staðnum og mega forráðamenn veitingahússins eiga von á sekt frá lögreglu vegna atviksins. Þá voru einnig höfð afskipti af tveimur dyravörðum sem voru við störf án tilskilinna leyfa.

Að sögn lögreglu var þó rólegt yfirbragð á skemmtanahaldinu í miðborginni í nótt að þessu sinni. Ekki voru margir á ferli og lítið um stympingar og líkamsárásir.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert