200 störf slegin út af borðinu

Hvalveiðiskip gangsett í Reykjavíkurhöfn
Hvalveiðiskip gangsett í Reykjavíkurhöfn mbl.is/ÞÖK

„Að menn skuli voga sér þetta í ástandi eins og hér rík­ir, þar sem hátt í 14 þúsund manns eru á at­vinnu­leysiskrá er með ólík­ind­um. Hér slá menn út af borðinu að minnsta kosti 200 störf og ég spyr hvað þeir hafi hugsað sér í staðinn, “ seg­ir Vil­hjálm­ur Birg­is­son, formaður Verka­lýðsfé­lags Akra­ness um end­ur­skoðun hval­veiða.

Rík­is­stjórn­in samþykkti í morg­un til­lögu Stein­gríms J. Sig­fús­son­ar, sjáv­ar­út­vegs­ráðherra, um að mögu­leg­um hval­veiðirétt­ar­höf­um verði send form­leg viðvör­un um að ákvörðun fyrri rík­is­stjórn­ar um hval­veiðikvóta hafi verið tek­in til end­ur­skoðunar. Stein­grím­ur sagði á blaðamanna­fundi í dag, að með þessu væri tryggt að ekki mynduðust vænt­ing­ar til hluta, sem kynnu að taka breyt­ing­um. Sjáv­ar­út­vegs­ráðherra sagði, að hann hefði einnig lagt til, að ut­an­rík­is­ráðuneyti, ráðuneyti ferðamála og um­hverf­is­ráðuneyti myndu veita sjáv­ar­út­vegs­ráðuneyt­inu aðstoð og upp­lýs­inga­gjöf við end­ur­skoðun á ákvörðun­inni.

Verka­lýðsfé­lag Akra­ness og Akra­nes­kaupstaður hafa boðað til fund­ar á fimmtu­dags­kvöld þar sem ákvörðun rík­is­stjórn­ar­inn­ar verður til umræðu. Gunn­ar Berg­mann Jóns­son og Kristján Lofts­son, hval­veiðimenn, hafa verið boðaðir til fund­ar­ins. Þá hef­ur öll­um þing­mönn­um Norðvest­ur­kjör­dæm­is verið boðið. Sturla Böðvars­son, for­seti Alþing­is og Ein­ar Krist­inn Guðfinns­son, fyrr­ver­andi sjáv­ar­út­vegs­ráðherra sem tók þessa ákvörðun á síðustu dög­um í embætti, hafa staðfest komu sína. Óvíst er með aðra þing­menn. Þá hef­ur nýj­um sjáv­ar­út­vegs­ráðherra og nýj­um ut­an­rík­is­ráðherra verið boðið til fund­ar­ins.

„Við mun­um að sjálf­sögðu spyrja hvern og einn um þeirra af­stöðu til hval­veiðanna. Við sætt­um okk­ur ekki við að svona sé staðið að hlut­um þegar hvert ein­asta starf skipt­ir máli,“ seg­ir Vil­hjálm­ur Birg­is­son, formaður Verka­lýðsfé­lags Akra­ness.

Fund­ur­inn um hval­veiðar verður í Tón­bergi á Akra­nesi næst­kom­andi fimmtu­dag og hefst klukk­an 20.

Vilhjálmur Birgisson formaður VLFA.
Vil­hjálm­ur Birg­is­son formaður VLFA. mbl.is/​Stein­arH
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert