Forystumenn Javnaðarflokksins í Færeyjum hafa sent Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra og ríkisstjórninni hamingjuóskir. Undir bréfið rita Jóannes Eidesgaard formaður og John Johannessen þingflokksformaður. Bréfið er svohljóðandi:
„Til ríkisstjórnar Íslands
Kæra Jóhanna Sigurðardóttir
Javnaðarflokkurin óskar ykkur Íslendingum innilega til hamingju með nýju ríkisstjórnina.
Við í Javnaðarflokknum óskum þér velfarnaðar í starfi.
Einnig óskum við þér til hamingju með þann merka áfanga að vera fyrsta íslenska konan til að gegna starfi forsætisráðherra.
Fyrir Javnaðarflokkin er gott samband milli þjóðanna og okkar pólitísku flokka mjög mikilvægt.
Javnaðarflokkurin hlakkar til góðs samstarfs milli landanna, flokkanna og milli ríkisstjórnar Íslands og Færeyjar.
Kærar kveðjur
Jóannes Eidesgaard, formaður Javnaðarflokksins
John Johannessen, formaður þingbólksins“