Ís brotnaði undan hestum

Ísinn á Tjörninni brast undan hestunum.
Ísinn á Tjörninni brast undan hestunum. mbl.is/Golli

Ísinn á Reykjavíkurtjörn brotnaði undan hestum, sem tóku þátt í reiðsýningu þar í dag. Allir hestarnir eru nú komnir upp úr vökinni. Ekki er vitað til að knapa og hesta hafi sakað.

Sýningin var hluti af kynningu á Meistaradeild VÍS í hestaíþróttum en eftir blaðamannafund átti að fara fram reiðsýning á Tjörninni. Tóku hestar og knapar þátt í henni. Allir hestarnir lentu í vatninu en einum tókst fljótlega að komast upp úr. 

Margmenni tók þátt í björgun hestanna og voru m.a. notuð bönd til að draga þá upp. Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út en hestarnir voru komnir á þurrt áður en það kom á staðinn.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka