Kalt á landinu

Á þessari gervitunglamynd sést hvernig snjór er yfir öllu landinu.
Á þessari gervitunglamynd sést hvernig snjór er yfir öllu landinu.

Það er búið að vera mjög kalt á landinu í nótt og í morgun. Víða hefur mælst á bilinu 5 til 10 stiga frost. Á Hveravöllum var um 14 stiga frost kl. 6 í morgun og 20 stiga frost á Kárahnjúkum, að því er fram kemur á vef Veðurstofu Íslands.

Klukkan 6 í morgun var 10 stiga frost á Akureyri, 11 stiga frost á Hvanneyri, 7 stiga frost á Egilsstaðaflugvelli, 4 stiga frost í Stykkishólmi og 3 stiga frost í Reykjavík.

Spáð er austlægri eða breytilegri átt, víða 3-8 m/s og léttskýjað, en él á Austfjörðum. Austan- og norðaustan 5-10 eftir hádegi og dálítil él á Norður- og Austurlandi, en annars léttskýjað að mestu. Norðaustan 8-13 og víða él á morgun, en léttskýjað V-lands. Frost víða 2 til 7 stig, en allt að 20 stigum í innsveitum norðaustanlands.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka