Akureyrska sjónvarpsstöðin N4 er hætt útsendingum. Stöðin mun reyndar áfram sýna fundi bæjarstjórnar Akureyrar að kvöldi fundardags, annan hvern þriðjudag, en skipulögð dagskrá heyrir að öðru leyti sögunni til.
Þorvaldur Jónsson, eigandi og framkvæmdastjóri, segir því miður ekki grundvöll fyrir rekstrinum. Hann segist hafa reynt að fá fleiri að rekstrinum, en ýmis fengið neitun eða ekki svar.
Tæpt ár er síðan N4 hóf stafrænar útsendingar á landsvísu.