Norræna komin til Seyðisfjarðar

Norræna við Seyðisfjarðarhöfn í morgun.
Norræna við Seyðisfjarðarhöfn í morgun. mynd/Einar Bragi Bragason

Rétt fyrir klukkan níu í morgun heyrðist gamalkunnugt hljóð í 
Seyðisfirði þegar Norræna sigldi að landi í sinni fyrstu ferð á þessu ári.

Ekki voru margir farþegar með í þessari ferð en þó nokkuð um frakt.

Ferjan siglir samkvæmt vetraráætlun til Seyðisfjarðar á þriðjudögum og fer aftur út á miðvikudagskvöldum. Í vetraráætlun siglir hún frá Esbjerg í Danmörku um Þórshöfn í Færeyjum til Seyðisfjarðar. Sumaráætlun hefst 13. júní. Þá siglt til Hanstholm í Danmörku. Ekki er lengur siglt til Noregs og Skotlands.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert