Orkusölusamningur staðfestur

Hellisheiðarvirkjun Orkuveitu Reykjavíkur.
Hellisheiðarvirkjun Orkuveitu Reykjavíkur. mbl.is/RAX

Borgarstjórn Reykjavíkur samþykkti í dag orkusölusamning  Orkuveitu Reykjavíkur og Norðuráls vegna væntanlegs álvers í  Helguvík. Var samþykkt með 8 atkvæðum borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks gegn þremur atkvæðum fulltrúa VG og F-lista að staðfesta samninginn en fjórir borgarfulltrúar Samfylkingar sátu hjá.

Upphaflega sömdu Orkuveitan og Norðurál um viðskipti vegna Helguvíkur í júní 2007 og sá samningur var endurnýjaður um mitt síðasta ár. Tafir urðu á verkefninu vegna fjármálakreppunnar og var nýr samningur gerður um áramótin.

Með þeim samningi tryggði Orkuveita Reykjavíkur sölu á allri orku frá Hellisheiðarvirkjun. Skuldbindur fyrirtækið sig til að selja Norðuráli 100 MW af raforku til Helguvíkur. Þá selur Orkuveitan Norðuráli 75 MW til viðbótar sem hugsanleg atvinnuuppbygging í Ölfusi hefur þó forgang að til miðs árs 2009. Af þessari orku kaupir Norðurál 50 MW, hvort sem álverið í Helguvík verður tilbúið eður ei, þegar orkan verður tilbúin til afhendingar.  Norðurál hyggst nýta orkuna á Grundartanga, verði álverið í Helguvík ekki reiðubúið að taka við orkunni.

Loks er tengd samningnum viljayfirlýsing aðila um sölu á 75 MW til hugsanlegra síðari áfanga uppbyggingar í Helguvík. Verðið á raforkunni er óbreytt frá fyrri samningi, í bandaríkjadölum og tengt álverði.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert