Þyrlur leita að báti

Þyrlur Landhelgisgæslunnar taka nú þátt í leitinni.
Þyrlur Landhelgisgæslunnar taka nú þátt í leitinni. Landhelgisgæslan

Þyrlur Landhelgisgæslunnar útbúnar ljóskösturum og nætursjónaukum taka nú þátt í leit að báti á Breiðafirði. Þá taka tveir bátar frá Stykkishólmi þátt í leitinni. Klukkan 2 í nótt verður ljósblysum skotið yfir völdum svæðum á firðinum til að auðvelda við leitina.

Tilkynnt var um tvö neyðarblys með mínútu millibili á Breiðafirði klukkan 23.00 í gærkvöldi.

Taldi vitnið fullvíst að um neyðarblys hefði verið að ræða, að sögn lögreglunnar í Borgarfirði og Dölum.

Kveðst lögreglan taka málinu einkar alvarlega í ljósi þess að um tvö blys hafi verið að ræða.

Lögreglan segir búið að ganga úr skugga um að báts sé ekki saknað frá Stykkishólmi eða bæjarfélögunum í kring.

Hins vegar ríkir óvissa um hvort einstaklingar hafi farið út á fjörðinn á eigin vegum.

Þeir sem vilja koma á framfæri upplýsingum eru beðnir um að hafa samband við lögregluna í Borgarnesi í síma 433 7612.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert