Uppsagnir 1900 að taka gildi

mbl.is/Kristinn

Ef litið er á all­ar til­kynnt­ar hópupp­sagn­ir sem Vinnu­mála­stofn­un hafa borist, missa um 1.900 manns vinn­una á næstu þrem­ur til fjór­um mánuðum. Flest­ir missa vinn­una í fe­brú­ar eða um 1.100 manns og um 500 í mars.

Á vef Vinnu­mála­stofn­un­ar er sam­an­tekt yfir til­kynnt­ar hópupp­sagn­ir. Í janú­ar bár­ust Vinnu­mála­stofn­un 10 til­kynn­ing­ar um hópupp­sagn­ir þar sem sagt var upp sam­tals 167 ein­stak­ling­um.

Fjór­ar til­kynn­ing­ar voru úr mann­virkja­gerð með sam­tals 50% þeirra sem sagt var upp með þess­um hætti, aðrar upp­sagn­ir dreifðust á flutn­inga­starf­semi, fjár­mála­starf­semi, versl­un, iðnað og upp­lýs­inga- og út­gáfu­starf­semi.

Vinnu­mála­stofn­un seg­ir að helstu ástæður upp­sagna séu rekstr­ar­erfiðleik­ar, verk­efna­skort­ur og end­ur­skipu­lagn­ing.

Flest­ar upp­sagn­irn­ar sem til­kynnt­ar voru í janú­ar koma til fram­kvæmda í maí, en all­marg­ar í mars og apríl.

Ef litið er á all­ar til­kynnt­ar hópupp­sagn­ir, sem borist hafa síðustu mánuði og koma til fram­kvæmda á ár­inu 2009, má sjá að flest­ir eru að missa vinn­una nú í fe­brú­ar, eða yfir 1.100 manns. Tæp­lega 500 manns missa vinn­una í byrj­un mars, ríf­lega 200 í byrj­un apríl og um 100 manns í maí. Sam­tals um 1.900 manns á næstu fjór­um mánuðum. Lang­flest­ir í þess­um hópi vinna við mann­virkja­gerð en fast á hæla þeirri at­vinnu­grein fylg­ir versl­un.

Vef­ur Vinnu­mála­stofn­un­ar

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert