Verða á launum út febrúarmánuð

Ríkisráðsfundur með fráfarandi ríkisstjórn á Bessastöðum.
Ríkisráðsfundur með fráfarandi ríkisstjórn á Bessastöðum. mbl.is/Ómar

Ráðherrarnir níu sem létu af embætti á sunnudaginn og aðstoðarmenn þeirra verða á launum út febrúar. Síðasti starfsdagur ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar var 1. febrúar en samkvæmt reglum um biðlaun reiknast þau frá fyrsta degi næsta mánaðar og því hefst greiðsla biðlauna ekki fyrr en 1. mars.

Heildarmánaðarlaun þeirra ráðherra sem ekki eiga lengur sæti í ríkisstjórn eru tæpar átta milljónir og eru heildarlaun aðstoðarmanna þeirra tæpar sjö milljónir. Samtals nema launagreiðslurnar fyrir febrúarmánuð u.þ.b. 14,5 milljónum króna.

Fyrrverandi forsætisráðherra, Geir H. Haarde, og átta ráðherrar úr ríkisstjórn hans; Árni Mathiesen, Björn Bjarnason, Björgvin G. Sigurðsson, Einar K. Guðfinnsson, Guðlaugur Þór Þórðarson, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir og Þórunn Sveinbjarnardóttir auk aðstoðarmanna fá þannig full laun út mánuðinn fyrir að hafa enn verið við störf 1. febrúar. Að því búnu taka biðlaunin við í sex mánuði en þau eru jafnhá ráðherralaununum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert