Almenningshlutafélag um rekstur Morgunblaðsins er eitt þeirra fjögurra fagfjárfesta sem boðið hefur verið að halda áfram í næsta hluta ferlisins um kaup Morgunblaðsins. Þetta staðfestir Vilhjálmur Bjarnason framkvæmdastjóri Samtaka fjárfesta, sem er einn talsmanna hópsins ásamt Boga Erni Emilssyni og Halldóri Jörgenssyni
Tilboði hópsins, sem unnið var með aðstoð VBS fjárfestingabanka, var skilað inn nú síðdegis, en fresturinn rann út kl. 16.
Alls uppfylltu fimm fjárfestar skilyrði opins söluferlis Fyrirtækjaráðgjafar Nýja Glitnis ehf. í hlutafé í Árvakri ehf. Fjórum fjárfestum var boðið að halda áfram og ber þeim að leggja fram skuldbindandi tilboð fyrir 17. febrúar næstkomandi.