Biðlaun bankastjóranna 44 milljónir

Núverandi bankastjórn Seðlabankans, f.v. Ingimundur Friðriksson, Eiríkur Guðnason og Davíð …
Núverandi bankastjórn Seðlabankans, f.v. Ingimundur Friðriksson, Eiríkur Guðnason og Davíð Oddsson. mbl.is/Golli

Kostnaður við biðlaun þriggja banka­stjóra Seðlabank­ans verður 44 millj­ón­ir, að mati  fjár­laga­skrif­stofu fjár­málaráðuneyt­is­ins.  Þetta kem­ur fram í  um­sögn með Seðlabankafrum­varpi for­sæt­is­ráðherra.

Í um­sögn fjár­laga­skrif­stof­unn­ar um frum­varpið er m.a. fjallað um biðlauna­rétt nú­ver­andi banka­stjóra Seðlabank­ans. Fjár­laga­skrif­stof­an tel­ur að verði stöður þeirra lagðar niður vegna skipu­lags­breyt­inga gildi ákvæði um biðlauna­rétt­indi í lög­um um rétt­indi og skyld­ur starfs­manna rík­is­ins.

„Sam­kvæmt því er gert ráð fyr­ir að tveir banka­stjór­anna eigi rétt til 12 mánaða biðlauna, sem mynd­ast eft­ir 15 ára störf í þjón­ustu rík­is­ins sem emb­ætt­is­menn, en einn til 6 mánaða þar sem starfs­tími alþing­is­manna og ráðherra telst ekki með þjón­ustualdri hjá rík­inu vegna biðlauna­rétt­ar vegna þess að þeir telj­ast ekki vera emb­ætt­is­menn held­ur falla und­ir lög um þing­far­ar­kaup. Tíma­bund­inn launa­kostnaður bank­ans vegna þess er áætlaður um 44 m.kr,“ seg­ir í um­sögn­inni.

Seðlabanki Íslands
Seðlabanki Íslands Ómar Óskars­son
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert