Fullyrðingar um tekjutap vegna hvala hjáfræði

Morgunblaðið/Ómar

Náttúruverndarsamtök Íslands segja, að fullyrðingar útgerðarmanna um að verði hvalveiðar ekki leyfðar tapist tugir milljarða króna, sé hjáfræði. Landssamband íslenskra útvegsmanna sagði í gær, að með skynsamlegri nýtingu hvalastofna væri að auka útflutningstekjur af þorski og öðrum arðbærum tegundum um tugi milljarða króna.

Á heimasíðu Náttúruverndarsamtakanna er m.a. vísað til ummæla Gísla Víkingssonar, hvalasérfræðings hjá Hafrannsóknastofnun, í útvarpsviðtali árið 2006. Þar kom fram, að vísindamenn viti ekki nóg til þess að geta sagt með vissu, að hvalir gangi umtalsvert á fiskistofnana með þeim afleiðingum að minna sé til skiptanna fyrir fiskiskipaútgerðirnar, þó vissulega séu vísbendingar í þá átt frekar en hitt.

Vefur Náttúruverndarsamtaka Íslands

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert