Hönnunarsamkeppni um kirkju

Lágafellskirkja.
Lágafellskirkja. www.mats.is

Mosfellsbær og Lágafellssókn efna til samkeppni um hönnun á sameiginlegu menningarhúsi og kirkju í miðbæ Mosfellsbæjar í samstarfi við Arkitektafélag Íslands. Veitt verða verðlaun að heildarfjárhæð  7 milljónum króna.

Á vef Mosfellsbæjar segir, að markmið með hugmyndasamkeppninni sé meðal annars að laða fram fjölbreyttar og metnaðarfullar hugmyndir að menningarhúsi og kirkju er myndi sterka starfræna og byggingarlistarlega heild. Um leið er stuðlað að samvinnu til eflingar kirkju- og menningarstarfsemi, er verði bæjarfélaginu til sóma og menningarlífi bæjarins til framdráttar.

Gert er ráð fyrir að í húsinu verði fjölbreytt starfsemi á vegum kirkju og menningarhúss, svo sem hefðbundið kirkjustarf, safnaðarsalur, bókasafn, lista- og tónlistarsalir og veitingarekstur. 

Heimasíða Mosfellsbæjar

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert