Klofningur færir Nígeríubúum sjón

Sjúkrahúsið í Nígeríu þar sem aðgerðirnar eru gerðar.
Sjúkrahúsið í Nígeríu þar sem aðgerðirnar eru gerðar.

Fiskvinnslan Klofningur  á Suðureyri  hefur undanfarin fimm ár verið þátttakandi í því að um 12.000 Nígeríubúar hafa fengið sjónina aftur. Fyrirtækið hefur flutt skreið til landsins í tólf ár og hafði einn af stóru kaupendum þeirra samband og bað þá um að taka þátt í þessu verkefni.

„Þeir reka hjálparstarf sem heitir Tulsi Chanrai Foundation og kom upp hugmynd að við myndum styrkja þetta hjálparstarf," segir Guðni A. Einarsson, framkvæmdastjóri Klofnings.

„Fyrsta hugmyndin var að við myndum styrkja uppsetningu vatnsbrunna en svo var ákveðið að við myndum styrkja sérstaka deild sem gerir augnaðgerðir á blindu fólki. Blindan kallast Cataract og heitir á íslensku Vagl. Síðan hugmyndin kom upp hafa um fjórir gámar af skreið farið frá Íslandi til styrktar þessum aðgerðum. Það hafa allir gefið sitt í þetta verkefni, hráefnisaðilinn, verkafólkið, Klofningur, flutningsaðilinn, útflytjandinn, framleiðendurnir og innflytjandinn í Nígeríu. Afraksturinn hefur farið óskiptur inn í þennan sjóð.“

Guðni Á. Einarsson.
Guðni Á. Einarsson. mynd/bb.is
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert