Kröfubilið breitt

Frá húsnæði Tryggingastofnunar.
Frá húsnæði Tryggingastofnunar. mbl.is/Árni Torfason

Heildarfjárhæð þeirra krafna sem Tryggingastofnun innheimtir nú frá lífeyrisþegum er rúmlega 2,3 milljarðar króna. Rúmlega 21.000 manns eru í skuld við stofnunina. En kröfurnar, sem eru helstu niðurstöður uppgjörs ársins 2007 og sem framkvæmt var síðasta sumar, 26.989 talsins.

Fjárhæðirnar sem um ræðir spanna líka ansi breitt bil – eru frá hundrað krónum og upp í tæpar tvær milljónir kr. samkvæmt upplýsingum frá Tryggingastofnun. Nemur meðaltalsupphæð kröfu 85.518 kr.

Við útreikningana er tekjuáætlun einstaklingsins höfð til viðmiðunar, en í henni áætla greiðsluþegar árstekjur sínar fyrirfram. Árið er síðan gert upp eftir á þegar upplýsingar frá Ríkisskattstjóra liggja fyrir. Komi fram mismunur á tekjuáætlunum og rauntekjum getur það valdið því að gera þurfi leiðréttingu á greiðslum, til hækkunar eða lækkunar í samræmi við réttindi hvers og eins.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert