Sigtryggur og Kristján Guy nýir aðstoðarmenn

Ríkisstjórn Íslands á Bessastöðum
Ríkisstjórn Íslands á Bessastöðum mbl.is/Ómar

Sigtryggur Magnason, rithöfundur, hefur verið ráðinn aðstoðarmaður Katrínar Jakobsdóttur, menntamálaráðherra. Hrannar Björn Arnarsson fylgdi Jóhönnu Sigurðardóttur yfir í forsætisráðuneytið og mun því aðstoða Jóhönnu áfram.

Einar Karl Haraldsson er áfram aðstoðarmaður Össurar Skarphéðinssonar í iðnaðarráðuneytinu en Kristján Guy Burgess mun aðstoða Össur í utanríkisráðuneytinu.

Róbert Marshall er áfram aðstoðarmaður Kristjáns Möllers í samgönguráðuneytinu en ekki kemur fram á vef landbúnaðar- og sjávarútvegsráðuneytisins hver taki við starfi aðstoðarmanns. Í raun er Einar Kr. Guðfinnsson enn titlaður ráðherra á vef ráðuneytisins og Björn  Friðrik Brynjólfsson aðstoðarmaður ráðherra.

Ekki hefur heldur verið greint frá því á vef fjármálaráðuneytisins hver aðstoði Steingrím J. Sigfússon fjármálaráðherra en hann er einnig ráðherra landbúnaðar- og sjávarútvegsmála. Enginn er skráður aðstoðarmaður Gylfa Magnússonar viðskiptaráðherra né Rögnu Árnadóttur dóms- og kirkjumálaráðherra. Hvorki Kolbrún Halldórsdóttir, umhverfisráðherra og Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, félags- og atvinnumálaráðherra eru skráðar með aðstoðarmenn, samkvæmt vef stjórnarráðsins.

Róbert Marshall.
Róbert Marshall.
Kristján Guy Burgess
Kristján Guy Burgess mbl.is
Sigtryggur Magnason
Sigtryggur Magnason mbl.is
Hrannar Björn Arnarsson.
Hrannar Björn Arnarsson.
Einar Karl Haraldsson
Einar Karl Haraldsson
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert