Þurfa bara að staðfesta framtalið

Nú þurfa sumir einungis að staðfesta framtalið
Nú þurfa sumir einungis að staðfesta framtalið AP

Tímamót verða við skil á skattframtölum á þessu ári sem munu hafa það í för með sér að margir framteljendur, sem skila framtölum rafrænt, þurfa ekki annað en staðfesta framtalið og senda það inn. Skattyfirvöld verða búin að færa allar nauðsynlegar upplýsingar inn á framtalið.

Að sögn Skúla Eggerts Þórðarsonar ríkisskattstjóra samþykkti Alþingi breytingar á lögum um tekjuskatt skömmu fyrir áramót. Samkvæmt þeim var bankastofnunum gert skylt að senda til Ríkisskattstjóra allar upplýsingar um bankainnstæður, vexti og fjármagnstekjuskatt. Nú verða þessar upplýsingar í fyrsta skipti áritaðar af hálfu skattyfirvalda inn á framtölin. Þessar upplýsingar hefur vantað hingað til.

Skúli Eggert segir að ekki liggi fyrir upplýsingar um það hve margir framteljendur þurfi ekki gera annað en staðfesta framtalið, en sú tala geti hlaupið á tugum þúsunda.

Skuldir einstaklinga verða ekki færðar inn á framtölin svo framteljendur verða að færa þær inn sjálfir. Undantekning eru skuldir fólks við Íbúðalánasjóð, sem verða færðar inn á framtölin. „Það þýðir að þeir sem skulda bara Íbúðalánasjóði og engum öðrum, hafa ekki átt viðskipti með hlutabréf eða keypt eða selt eign, þurfa ekki að gera annað en staðfesta framtalið,“ segir Skúli Eggert.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert