500 greiða háan lækniskostnað

Fimmhundruð einstaklingar á Íslandi greiða meira en 250 þúsund á ári í kostnað vegna heilbrigðisþjónustu.  Þar af eru tíu sem þurftu á árinu 2007 að greiða á bilinu 570-890 þúsund krónur.

Ásta Möller þingmaður Sjálfstæðisflokksins óttast að ekki verði hægt að taka nýtt greiðsluþátttökukerfi í notkun þann fyrsta apríl til að jafna þennan kostnað.

Pólitískur ágreiningur hefur seinkað vinnu við nýja greiðsluþáttökukerfið. Heilbrigðisráðherra segir sjálfstæðismenn vilja skipta byrðunum jafnar á sjúklinga en hann vilji  setja þak á slíkar greiðslur og jafna kostnaðinn milli landsmanna allra.

Ásta Möller segir verulegar væntingar bundnar við kerfið en kostnaður fólks vegna heilbrigðisþjónustu geti verið afar mismunandi eftir sjúkdómsgreiningu í dag þótt um sé að ræða jafn langvinna og þungbæra sjúkdóma. Sjá MBL sjónvarp.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert