Akstursleiðbeiningar á netinu

Á endurbættum vef ja.is er nú m.a. hægt að fá akstursleiðbeiningar. Er hægt að slá þar inn tvö heimilsföng og fá á korti leiðbeiningar um hvernig komast megi á milli staðanna.

Samkvæmt upplýsingum frá Já inniheldur kortið nákvæmar upplýsingar um allar götur, þjóðvegi og helstu slóða landins. Jafnframt eru ýmsar þjónustuupplýsingar samkeyrðar við kortið, þannig að  hægt er að fá yfirlit yfir staðsetningu allra fyrirtækja á landinu sem veita ákveðna þjónustu. Kortið birtir einnig helstu örnefni landsins og hægt er að kalla fram GPS-punkta á kortinu.

Ýmsar fleiri endurbætur hafa verið gerðar á vef Já, sem  m.a. veitir upplýsingar um símanúmer og fyrirtæki.

Ja.is

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert