Ásmundur verður bankastjóri tímabundið

Elín Sigfúsdóttir og Ásmundur Stefánsson.
Elín Sigfúsdóttir og Ásmundur Stefánsson. mbl.is/Ómar

Bankaráð nýja Lands­bank­ans, NBI hf., tók í dag ákvörðun um að fresta því að aug­lýsa stöðu banka­stjóra þar til á þriðja árs­fjórðungi. Elín Sig­fús­dótt­ir banka­stjóri hef­ur gert bankaráðinu grein fyr­ir því að hún hygg­ist standa við fyrri ákvörðun um að láta af störf­um um næstu mánaðamót eins og hún hafði áður greint frá.
 
Í til­kynn­ingu frá bankaráðinu kem­ur fram, að það hafi falið Ásmundi Stef­áns­syni, nú­ver­andi for­manni bankaráðs, að taka við hlut­verki banka­stjóra þar til staðan verður aug­lýst og í hana ráðið á haust­mánuðum. Hauk­ur Hall­dórs­son vara­formaður bankaráðs mun taka við for­mennsku þess og varamaður Ásmund­ar, Ása Rich­ards­dótt­ir, tek­ur sæti í bankaráðinu.
 
„Megin­á­stæða frest­un­ar­inn­ar er sú tíma­bundna óvissa sem um þess­ar mund­ir rík­ir í rekstr­ar- og viðskiptaum­hverfi bank­ans sem tor­veld­ar framtíðar­sýn og um leið mark­miðssetn­ingu til lengri tíma litið. Af hálfu bankaráðsins verður þeirri vinnu hraðað eins og auðið er við þess­ar aðstæður," seg­ir í til­kynn­ingu bankaráðsins.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert