B&L flytur

Bílar við Sævarhöfða 2.
Bílar við Sævarhöfða 2.

Bifreiðaumboðið B&L ehf. mun í lok mars flytja starfsemi sína að Sævarhöfða 2 í Reykjavík þar sem bifreiðaumboðið Ingvar Helgason ehf. er til húsa. Bæði félögin eru í eigu Eignarhaldsfélagsins Sævarhöfða.  B&L er nú til húsa við Grjótháls 1.

Í tilkynningu frá fyrirtækjunum segir, að samdrátturinn, sem orðið hafi í sölu á bílum og vandi sem blasi við bílgreininni í kjölfarið hafi gert það að verkum að fyrirtækið verði að leita allra leiða til að hagræða í rekstrinum.

Bæði Ingvar Helgason  og B&L  hafi eins og mörg önnur fyrirtæki þurft að segja upp fólki en reynt að hafa það í takt við getu fyritækjanna til að komast í gegnum þær þrengingar sem við blasi.

Ýmsar deildir fyrirtækjanna, svo sem þjónustuver, bókhald og skrifstofu, standsetningu og þrif bíla, tölvu- og markaðsdeild og sala á notuðum bílum, hafa verið sameinaðar og einnig hefur átt sér stað sameining víða hjá söluaðilum félaganna úti á landi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert