Baldur í leyfi?

Baldur Guðlaugsson.
Baldur Guðlaugsson.

Baldur Guðlaugsson, ráðuneytisstjóri fjármálaráðuneytisins fær leyfi frá störfum sínum í ráðuneytinu um óvissan tíma. Þetta er fullyrt á vefritinu Smugunni og segir þar, að verið sé að ganga frá því hvernig lausn hans frá störfum verður háttað.

Þetta hefur hins vegar ekki fengist staðfest í ráðuneytinu. Skv. upplýsingum þaðan er Baldur enn við störf.

Í verkáætlun ríkisstjórnarinnar segir, að skipt verði um yfirstjórn ráðuneyta þar sem þurfa þykir.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka