Bláa lónið verðlaunað

mbl.is/Eggert

Bláa Lónið hlaut „Readers Spa Awards“ ferðatímaritsins Conde Nast Traveller sem besta Medical/Thermal Spa“ - heilsulind sem byggja á jarðvarma og lækningum.

Í tilkynningu segir að lesendur blaðsins velja árlega þá staði sem samkvæmt þeirra mati eru bestu heilsulindir í heimi. Staðirnir eru metnir  samkvæmt fyrirfram skilgreindum mælikvörðum en þeirra á meðal eru t.d. andrúmsloft eða blær staðarins, andlits- og líkamsmeðferðir, aðstaða, þægindi og þjónusta.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka