Klára húsið með sóma

Byggingu Tónlistarhússins átti að ljúka í desember 2009.
Byggingu Tónlistarhússins átti að ljúka í desember 2009. mbl.is/Rax

„Það er ljóst að það er tals­vert miklu dýr­ara að stoppa bygg­ingu Tón­list­ar­húss­ins og klára það seinna en klára það núna,“ seg­ir Katrín Jak­obs­dótt­ir mennta­málaráðherra, og tek­ur fram að hún sjái því eng­an ann­an kost í stöðunni en að klára húsið með sóma. Stefnt er að því að ræða áfram­hald­andi bygg­ingu Tón­list­ar­húss­ins á fundi rík­is­stjórn­ar­inn­ar á morg­un. Seg­ir Katrín ljóst að fram­kvæmda­lok­um muni a.m.k. seinka um tvö ár þar sem hægt verði á fram­kvæmd­um, m.a. þar sem eng­in næt­ur­vinna verði leng­ur unn­in.

Katrín bend­ir á að nú þegar sé verkið hálfnað, en áætlað er að það taki 13 millj­arða að klára bygg­ing­una. Seg­ir hún Aust­ur­höfn ehf. hafa lagt fram hug­mynd um hvernig spara megi megi á bil­inu 400-500 millj­ón­ir króna í út­færslu húss­ins, t.d. með breyttu efn­is­vali, sem farið verði gaum­gæfi­lega yfir. Spurð hvernig fjár­magna eigi þá millj­arða sem upp á vant­ar til þess að hægt verði að ljúka bygg­ingu Tón­list­ar­húss­ins seg­ir Katrín ljóst að ríki og borg muni ekki taka á sig frek­ari ábyrgðir vegna húss­ins og því þurfi að fjár­magna bygg­ing­una með láns­fé. Spurð hvort hægt sé að fá láns­fé á viðráðan­leg­um vöxt­um í dag seg­ir Katrín að a.m.k. eitt til­boð sé til skoðunar.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert