Össur Skarphéðinsson utanríkismálaráðherra segir málefni Varnarmálastofnunar vera til skoðunar. Verið sé að kanna hvort skipa megi málum með öðrum hætti en nú sé gert, og spara þannig fé. Þetta kom fram í óundirbúnum fyrirspurnartíma á alþingi í dag.
Skv. fjárlögum þessa árs mun stofnunin fá á annan milljarð króna.
Hvað varðar lofrýmiseftirlit Dana, sem eru væntanlegir til Íslands í næsta mánuði, segir Össur að engar breytingar séu fyrirhugaðar á komu þeirra hingað til lands.
Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, beindi fyrirspurninni til Össurar. Jón segist vilja breyta skipulagi Varnarmálastofnunar. Þá telur hann loftrýmisgæsluna vera óþarfa.