Mótmæla niðurskurði

Herbergi á Skjóli.
Herbergi á Skjóli.

Fundarmenn á fjölsóttum fundi sjúkraliða á hjúkrunarheimilinu Skjóli í gær samþykktu einróma ályktun þar sem lýst er yfir „miklum áhyggjum og eindreginni andstöðu við ákvörðun heilbrigðisráðherra og ríkisstjórnar Geirs H. Haarde um niðurskurð á fjárveitingum til heilbrigðisþjónustu landsmanna“.

Í ályktuninni segir:

„Sjúkraliðar mótmæla harðlega síendurteknum niðurskurði á fjárveitingum til sjúkrahúsa og annarrar heilbrigðisþjónustu landsmanna og krefjast þess að staðinn verði vörður um velferðarkerfi Íslendinga og látið af aðför að því.

Það er okkur efst í huga sem fagfólks á heilbrigðissviði að nú sé brýnna en nokkru sinni að heilbrigðiskerfið verði eflt á tímum sem þessum.

Fundarmenn hvetja stjórnvöld til að draga ákvörðun sína til baka og leita annarra leiða í samstarfi og samráði við starfsfólk heilbrigðisþjónustunnar, samtök launþega, öryrkja, eldri borgara og annarra aðila sem hagsmuna hafa að gæta varðandi gæði og skilvirkni heilbrigðiskerfisins.“

Með þetta í huga skora sjúkraliðar því á heilbrigðisráðherra „að bretta upp ermar og standa vörð um sitt ráðuneyti í því fárviðri sem nú geisar“.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert