Starfsmönnum fjölgar hjá embætti sérstaks saksóknara

Útvega þarf Ólafi Þór Haukssyni almennilegt skrifborð eigi það ekki …
Útvega þarf Ólafi Þór Haukssyni almennilegt skrifborð eigi það ekki hreinlega að svigna undan þeim verkefnum sem hann á fyrir höndum mbl.is/Kristinn

Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, hefur fengið að láni fjóra starfsmenn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og embættis ríkislögreglustjóra. Er um að ræða þaulvana menn í rannsóknum efnahags- og auðgunarbrota.

„Ég gekk frá þessu við lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins, þ.e. að lána mér tvo menn, annars vegar yfirmann auðgunarbrotadeildar og hins vegar lögfræðing yfirstjórnar,“ segir Ólafur Þór. Mennirnir sem um ræðir eru Grímur Grímsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá auðgunarbrotadeild, og Hólmsteinn Gauti Sigurðsson lögfræðingur.

Einnig fékk Ólafur til liðs við sig Svein Ingiberg Magnússon, aðstoðaryfirlögregluþjón hjá efnahagsbrotadeild hjá ríkislögreglustjóra, og annan starfsmann embættisins sem kynntur verður síðar. „Ég var einnig í sambandi við ríkislögreglustjóra og merkti ekki annað en fyllsta stuðning við starfsemi þessa nýja embættis.“

Ólafur segir mennina valda af kostgæfni. „Ég vildi fá inn menn með reynslu og þekkingu af rannsóknum mála af þessu tagi, þannig að það þurfi ekki á sama tíma og rannsókn hefst að skóla þá til. Þetta er allt gert í því skyni að tryggja gæði rannsóknarinnar og að gögn séu með þeim hætti að ákærandi geti tekið ákvarðanir út frá þeim.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka