Tekinn í tollinum með kókaín

mbl.is/Júlíus

Toll­gæsl­an á Kefla­vík­ur­flug­velli stöðvaði á mánu­dag Íslend­ing á þrítugs­aldri, sem var að koma frá Kaup­manna­höfn. Í far­angri hans fannst nokk­urt magn kókaíns. Hef­ur maður­inn verið úr­sk­urðaður í gæslu­v­arðhald til 13. fe­brú­ar.  Lög­regl­an á Suður­nesj­um fer með rann­sókn máls­ins.

Að sögn lög­regl­unn­ar á Suður­nesj­um kem­ur fram, að ekki liggi fyr­ir ná­kvæm þyngd þess efn­is, sem hald var lagt á, en áætlað sé að það sé um 200 grömm.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert