Tollgæslan á Keflavíkurflugvelli stöðvaði á mánudag Íslending á þrítugsaldri, sem var að koma frá Kaupmannahöfn. Í farangri hans fannst nokkurt magn kókaíns. Hefur maðurinn verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 13. febrúar. Lögreglan á Suðurnesjum fer með rannsókn málsins.
Að sögn lögreglunnar á Suðurnesjum kemur fram, að ekki liggi fyrir nákvæm þyngd þess efnis, sem hald var lagt á, en áætlað sé að það sé um 200 grömm.