Tekinn í tollinum með kókaín

mbl.is/Júlíus

Tollgæslan á Keflavíkurflugvelli stöðvaði á mánudag Íslending á þrítugsaldri, sem var að koma frá Kaupmannahöfn. Í farangri hans fannst nokkurt magn kókaíns. Hefur maðurinn verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 13. febrúar.  Lögreglan á Suðurnesjum fer með rannsókn málsins.

Að sögn lögreglunnar á Suðurnesjum kemur fram, að ekki liggi fyrir nákvæm þyngd þess efnis, sem hald var lagt á, en áætlað sé að það sé um 200 grömm.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert