Þingmenn í meðferð

00:00
00:00

Fyrr­ver­andi og nú­ver­andi  fjár­málaráðherra lentu í rimmu um það í fyr­ir­spurn­ar­tíma í morg­un hvort nú­ver­andi ráðherra hefði breytt um stefnu gagn­vart alþjóðagjald­eyr­is­sjóðnum. Árni M. Mat­hiesen  sagði að eina skýra ákvæðið í stjórn­arsátt­mál­an­um væri að virða bæri sam­komu­lagið við sjóðinn þótt ráðherr­ann hefði sagt í Kast­ljósþætti að hann vildi helst skila lán­inu.

Stein­grím­ur  seg­ist ætla að ræða skil­mála láns­ins við starfs­menn sjóðsins um miðjan fe­brú­ar og stefna að því að skila eða greiða öll þau lán sem hann geti. Hann taldi áhyggj­ur fyr­ir­renn­ara sins frem­ur smá­ar í sniðum og lagði til að Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn ein­beitti sér að því að vera í meðferð og jafna sig og hafa ekki óþarfa áhyggj­ur af því að mál­in væru ekki í góðum hönd­um.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert