Þingmenn í meðferð

Fyrrverandi og núverandi  fjármálaráðherra lentu í rimmu um það í fyrirspurnartíma í morgun hvort núverandi ráðherra hefði breytt um stefnu gagnvart alþjóðagjaldeyrissjóðnum. Árni M. Mathiesen  sagði að eina skýra ákvæðið í stjórnarsáttmálanum væri að virða bæri samkomulagið við sjóðinn þótt ráðherrann hefði sagt í Kastljósþætti að hann vildi helst skila láninu.

Steingrímur  segist ætla að ræða skilmála lánsins við starfsmenn sjóðsins um miðjan febrúar og stefna að því að skila eða greiða öll þau lán sem hann geti. Hann taldi áhyggjur fyrirrennara sins fremur smáar í sniðum og lagði til að Sjálfstæðisflokkurinn einbeitti sér að því að vera í meðferð og jafna sig og hafa ekki óþarfa áhyggjur af því að málin væru ekki í góðum höndum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert