Fjármálaráðuneytið segir, að tala atvinnulausra, sem birt er á vefsíðu Vinnumálastofnunar, gefi ekki rétta mynd af atvinnuleysisstiginu eins og það sé reiknað í mánaðarlegum skýrslum.
Til dæmis sé næstum því fimmti hver einstaklingur sem skráður er atvinnulaus á vefsíðu Vinnumálastofnunar í raun í vinnu en með skert starfshlutfall.